fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Lögreglan í sérstökum aðgerðum gegn mansali – 666 hegningarlagabrot í janúar

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 14:16

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil fækkun var í skráðum hegningarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu í janúar, en alls voru 666 brot tilkynnt til lögreglu en 806 brot voru tilkynnt í desember síðastliðnum. Samkvæmt mánaðarskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði skráningum á kynferðisbrotum í janúar, en það má rekja til aðgerða lögreglunnar í vændismálum. Undanfarnar vikur hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verið í sérstökum aðgerðum tengdum mansali en vændi er ein af birtingarmyndum mansals.

Eini flokkurinn þar sem tilkynningum fjölgar er manndráp og líkamsmeiðingar. Í öðrum flokkum var mæld fækkun eða mæling innan marka svo ekki er hægt að greina hvort um fjölgun eða fækkun sé að ræða milli ára.

Umferðarlagabrotum fjölgaði milli desember og janúar og voru þau 646 í janúar en brot mæld með hraðamyndavélum eru ekki skráð í þá tölu. Ölvun við akstur var meiri, en 66 brot voru skráð, miðað við 56 í desember. Mikil fækkun var á þjófnuðum og innbrotum og kemur fram í skýrslunni að 288 slík brot voru framin í janúar en 371 í desember.

Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hefur aukist í janúar en fimm brot voru skráð. Ölvun við akstur og akstur undir áhrifum fíkniefna stendur nánast í því sama milli mánaða eða 201 brot í janúar á móti 205 brotum í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins