Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að hafa brotið sér leið inn á Reykjavíkurflugvöll. Í tilkynningu lögreglu vegna málsins sem send var fjölmiðlum rétt fyrir hádegi kom fram að lögregla hafi fundið manninn í flugskýli inni á flugvallarsvæðinu og handtekið hann þar.
Samkvæmt heimildum DV var maðurinn í mjög annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn. „Ekki í þessum heimi,“ sagði einn lögreglumaður sem DV ræddi við. Maðurinn er nú vistaður í fangaklefa og verður tekin skýrsla af honum í kvöld.
Að öðru leyti var lítið að frétta af störfum lögreglu þennan morguninn, að því er sagði í fréttatilkynningunni.