fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Nora þarf að sitja inni í þrjá mánuði fyrir 15 kíló af grasi – Virðist horfin af landi brott

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 18:30

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nora Tass Moreno, erlend kona sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuðir skilorðsbundið, finnst ekki. Dómurinn yfir henni var auglýstur í Lögbirtingablaðinu í morgun sem er gert þegar ekki tekst að birta dæmdum einstaklingi dóm yfir sér.

Þrír mánuðir af refsingunni eru óskilorðsbundnir, og þarf Nora því að sitja þá af sér í íslensku fangelsi.

Konan var handtekin í ágúst í fyrra þegar tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu rétt tæp 15 kíló af kannabisefnum í farangri hennar. Konan var á leið heim frá Malaga á Spáni með millilendingu í Frankfurt. Nora mætti fyrir héraðsdóm við þingfestingu málsins og játaði þar sök sína skýlaust. Litið var til játningar konunnar og þess að hún hefur ekki áður gerst brotleg við lög hér á landi við ákvörðun refsingarinnar.

Til viðbótar við ákvarðaða refsingu þarf konan að greiða 206 þúsund krónur.

Í ljósi þess að ekki hefur tekist að birta konunni dóminn er óvíst hver næstu skref íslenskra yfirvalda verða. Embætti Héraðssaksóknara hefur ekki svarða fyrirspurnum DV um hvort lýst verði eftir konunni með tilstillan Interpol eða Europol eða handtökuskipun á hendur henni gefin út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins