Ravel Morrison er einn efnilegasti leikmaður sem komið hefur upp úr unglingastarfi Manchester United en ferill hans náði aldrei flugi, heimskupör innan sem utan vallar hafa orðið honum að falli.
Ravel var í viðtali við Rio Ferdinand fyrrum samherja sinn hjá Manchester United þar sem hann ræddi um feril hans og þá var rætt um Sir Alex Ferguson, hans fyrrum stjóra.
„Ég sendi skilaboð á Ferguson og bað um fimm orð frá honum um þig,“ sagði Ferdinand sem las síðan upp skilaboðin frá Ferguson.
Skilaboð Ferguson:
„Rio, mín fyrsta og síðasta minning af Ravel sem ungum manni var að hann hafði alltaf tíma og pláss. Hann gat alltaf tekið við boltanum, það er svo sjaldséð frá ungum leikmanni. Skilaðu kveðju til hans.
Það sem ég kunni líka að meta við Ravel og hann gerði eitthvað sem enginn annar leikmaður hefur gert eftir sinn fyrsta leik með aðalliðinu. Daginn eftir kom hann með bréf til mín þar sem hann þakkaði mér fyrir fyrsta leikinn. Ég var orðlaus.
Drengurinn hefur gott hjarta en bakgrunnur hans varð honum að falli.“
Ferdinand sagðist vera gráti næst eftir að hafa lesið upp skilaboðin frá Ferguson. „Þetta snertir mig og ef ég færi aftur í tímann þá myndi ég breyta 90 prósent af mínu lífi,“ sagði Ravel