Gærdagurinn var gleðidagur í baráttunni við Covid-19. Engin innalandssmit greindust en tæplega 900 sýni voru tekin. Ennfremur greindust engin smit á landamærum.
Núna hafa tæplega 6.000 manns hér á landi verið bólusett fyrir kórónuveirunni. Bólusetningum mun fjölga á næstunni.