fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Segir að formaður VR hafi verið kærður fyrir veiðiþjófnað – Hann neitar því

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 09:00

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vetur var veiðiþjófnaður í landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi kærður til lögreglunnar. Málið snýst um hóp þriggja manna sem var staðinn að ólöglegri netalögn. Í þeim hópi var að sögn meðal annars Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur eftir Ragnari Þó að málið sé honum óviðkomandi og að hann hafi ekki lagt net í ána. Lögreglan á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra hafi borist vegna ólöglegrar netalagnar í Holtsá sem rennur í Skaftá. Kæran barst í lok október. Rannsókn málsins er nú lokið og er það til meðferðar hjá ákærusviði.

Fréttablaðið segir að þrír menn hafi staðið að netalögninni og segist blaðið hafa eftir áreiðanlegum heimildum að Ragnar Þór hafi verið á meðal þeirra. Ekki má leggja net í ána.

Ragnar Þór sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi ekki verið kærður og tók fram að málið tengist honum ekki. „Þetta mál tengist mér ekki heldur snýst það um deilur landeigenda á þessu svæði, að ég best veit,“ er haft eftir honum. Aðspurður sagðist hann ekki hafa verið í hópnum sem lagði net í ána. „Ég lagði ekki nein net þarna, mér finnst með algjörum ólíkindum að það sé verið að draga mig inn í mál sem er mér óviðkomandi,“ sagði hann.

Netalögnin átti sér stað í Holtsdal sem er 917 hektara landsvæði í Holti í Vestur-Skaftafellssýslu og er í eigu Seðlabankans. Veiðiréttur i Holtsá fylgir landinu en á því standa tveir bústaðir í eigu bankans.

Fréttablaðið segir að það hafi verið bóndi af nálægum bæ sem kærði netalögnina. Hann kom að henni og tók netið upp og tilkynnti málið til lögreglunnar. Gestir í öðrum bústað Seðlabankans urðu einnig varir við netalögnina að sögn Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú