Chelsea tók á móti Newcastle United í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Chelsea en leikið var á heimavelli liðsins, Stamford Bridge í Lundúnum.
Olivier Giroud kom Chelsea yfir með marki á 31. mínútu en hann hafði komið inn á 31. mínútu í staðinn fyrir Tammy Abraham sem fór meiddur af velli.
Timo Werner innsiglaði síðan 2-0 sigur Chelsea með marki á 39. mínútu.
2-0 sigur Chelsea staðreynd en liðið hefur enn ekki tapað leik undir stjórn Thomasar Tuchel og hefur nú unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 42 stig. Newcastle United er í 17. sæti með 25 stig.
Chelsea 2 – 0 Newcastle United
1-0 Olivier Giroud (’31)
2-0 Timo Werner (’39)