Bayern Munchen gerði í kvöld 3-3 jafntefli við Arminia Bielefeld í þýsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti leikur Bayern í deildinni síðan að liðið vann Heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum.
Arminia Bielefeld komst í stöðuna 0-2 með mörkum á 9. og 37. mínútu.
Á 48. mínútu minnkaði Robert Lewandowski muninn fyrir Bayern með marki eftir stoðsendingu frá David Alaba.
Mínútu síðar komst Arminia Bielefeld í stöðuna 1-3 með marki frá Christian Gebauer.
Clorentin Tolisso minnkaði muninn fyrir Bayern með marki á 57. mínútu og á 70. mínútu jafnaði Alphonse Davies metin fyrir heimamenn.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 3-3 jafntefli. Bayern Munchen er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 49 stig. Arminia Bielefeld er í 16. sæti með 18 stig.