fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Telur að Tottenham geti unnið tvo titla á tímabilinu – „Mourinho er vanur því að vinna titla“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Sherwood, fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham, telur að sitt gamla félag geti unnið tvo titla á tímabilinu undir stjórn José Mourinho. Tottenham hefur ekki unnið titil í 13 ár.

Keppnirnar sem Sherwood telur að Tottenham geti unnið eru enski deildarbikarinn og Evrópudeildin. Tottenham er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins þar sem liðið mætir Manchester City og er komið í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.

„Mourinho er vanur því að vinna titla og hann getur gert það hjá Tottenham. Þeir geta unnið enska deildarbikarinn og Evrópudeildina. Mourinho vinnur titla hvert sem hann fer og hann þarf að gera það hjá Tottenham, það er það sem stuðningsmennirnir vilja,“ sagði Tim Sherwood í viðtali á Talksport.

Sherwood, sem spilaði á sínum tíma 100 leiki fyrir Tottenham, væri hins vegar ekki til í að spila eftir uppleggi Mourinho inn á knattspyrnuvellinum, liðið sé of varnarsinnað.

„Ég hefði ekki viljað spila sem sóknarmaður í þessu liði,“ sagði Tim Sherwood, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri Tottenham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Snýr heim frá Svíþjóð og skrifar undir í Hafnarfirðinum

Snýr heim frá Svíþjóð og skrifar undir í Hafnarfirðinum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirgaf úrvalsdeildarliðið og er mættur aftur til Tyrklands

Yfirgaf úrvalsdeildarliðið og er mættur aftur til Tyrklands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland mætir stjörnum í undankeppninni

Ísland mætir stjörnum í undankeppninni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“
433Sport
Í gær

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal
433Sport
Í gær

Hægt að fá Harry Kane á hálfgert klink í sumar – Upplýsa um klásúlu sem enginn vissi af

Hægt að fá Harry Kane á hálfgert klink í sumar – Upplýsa um klásúlu sem enginn vissi af