Ofurtölvan sem vekur athygli í Bretlandi en hún setur fram spá sína um hvernig enska úrvalsdeildin endar. Fjör var í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Manchester City heldur áfram á flugi á meðan önnur lið hiksta, ofurtölvan telur 98 prósent líkur á því að City vinni deildina.
Ofurtölvan spáir því að City fái 89 stig, hún spáir því að Manchester United endi í öðru sæti en verði 18 stigum á eftir City.
Liverpool sem hefur hikstað síðustu daga en Ofurtölvan spáir því að Liverpool taki þriðja sætið og Leicester endi í fjórða sæti.
Ofurtölvan telur að Chelsea missi af Meistaradeildarsæti í ár en það væri mikið högg fyrir Roman Abramovich, eiganda Chelsea.