fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Heilbrigðisráðherra heimilar skyndigreiningarpróf – Ódýrari og ónákvæmari

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 11:30

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra hefur birt í Stjórnartíðindum fagleg fyrirmæli embættis landlæknis um skyndigreiningarpróf sem heimilt verður að nota hér á landi. Skyndigreiningarpróf eru ekki jafn nákvæm og RT-PCR prófin sem notast hefur verið við hér á landi en þau eru ódýrari og hægt verður að fá niðurstöðu úr þeim á innan við 30 mínútum.

Skuli Covid-19 smit vera greint með skyndigreiningarprófi verður að staðfesta það með RT-PCR prófi en þau verða einungis notuð í undantekningartilvikum vegna sérstakra aðstæðna, t.d. þegar fólk þarf að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu veiruprófs á landamærum erlendis og þegar grunur um smit kemur upp á báti.

Einungis er heimilt að nota skyndigreiningapróf sem hlotið hafa tilskilin leyfi heilbrigðisráðuneytisins til að tryggja áreiðanleika rannsóknarniðurstaðna og að nauðsynlegar upplýsingar berist til sóttvarnalæknis í samræmi við kröfur sóttvarnalaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“