Jerome Boateng varnarmaður FC Bayern í þýska boltanum er sakaður um að spila með stelpur sem setji andlega heilsu þeirra í hættu.
Kasia Lenhardt 25 ára fyrirsæta í Þýskalandi fannst látin í íbúð sinni í Berlín í síðustu. Þá var rúm víka síðan að Lenhardt og Jerome Boateng leikmaður FC Bayern greindu frá skilnaði sínum. Þýskir fjölmiðlar segja frá því að Kasia hafi fundist látin í lúxus íbúð í eigu Boateng. Íbúðin er staðsett í Charlottenborg hverfinu í Berlín.
Þar segir enn fremur að Kasia hafi tekið eigið líf sama dag og sonur hennar fagnaði sex ára afmæli sínu.
Melissa Howe sem starfar einnig sem fyrirsæta segist hafa átt í samskiptum við Boateng fyrir nokkrum árum, hann segir að strákar hans eins og hann séu hættulegir fyrir konur. „Ég er ekki hissa, hvernig Jerome spilar með stelpur og þeirra andlegu líðan, þá átti ég á von á einhverjum svona harmleik,“ sagði Howe sem segist hafa verið í miklum samskiptum við Boateng árið 2016.
„Ég er í áfalli yfir þessu andláti. Ég held að Jerome hafi lengi spilað með líf kvenna og átti von á því að eitthvað svona myndi gerast.“
Hún segist hafa hitt Jerome í London árið 2016 og síðan þá hafi þau verið í miklu sambandi. „Ég hitti hann fyrst á Libertine í London, hann var mjög ágengur og lét mig ekki í friði á samfélagsmiðlum. Hann bað mig síðan að hitta sig í NFL gleðskap og kom fljúgandi frá Þýskalandi.“
„Hann vildi fá mig til Þýskalands, við stunduðum aldrei kynlíf saman en ég taldi að við værum að hitta hvort annað og að ég væri eina stelpan í lífi hans.“
Howe komst að öðru skömmu síðar. „Ég labba svo inn í Selfridges einn daginn og þar er hann á forsíðunni og unnusta hans með honum.“