fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Morðið í Rauðagerði talið tengjast baráttu um yfirráð í fíkniefnaheiminum – Lögreglan óttast hefndaraðgerðir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 06:50

Frá Rauðagerði. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albanskur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðnætti á laugardaginn. Hann lætur eftir sig íslenska konu og ungt barn. Erlendur maður, á fertugsaldri, er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Talið er að málið tengist valdabaráttu í undirheimunum og að tekist sé á um yfirráð á fíkniefnamarkaðnum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segist blaðið hafa heimildir fyrir þessu. Fram kemur að átök standi yfir um yfirráð í fíkniefnaheiminum í kjölfar þess að stórtækur íslenskur fíkniefnasali hafi nýlega byrjað að draga sig í hlé. Morgunblaðið segir einnig að lögreglan óttist að til hefndaraðgerða kunni að koma.

Lögreglan hefur lítið viljað segja um málið annað en að rannsókn þess sé í algjörum forgangi. Hinn handtekni var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna rannsóknar málsins.

Nágranni sem DV ræddi við í gær sagði að hinn látni og fjölskylda hans hafi keypt húsið, sem morðið var framið við, í fyrra. Jafnframt var haft eftir honum að töluverð umferð hafi oft verið við húsið, fólk að koma og fara. Morgunblaðið hefur eftir nágrönnum að mikið hafi verið um grunsamlegar mannaferðir við húsið eftir að fjölskyldan flutti þar inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“