fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Ítalir fresta opnun skíðasvæða vegna B117 afbrigðis kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 07:50

Cortina d'Ampezzo skíðasvæðið á Ítalíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta opnun skíðasvæða landsins þar til 5. mars en til stóð að þau myndu opna í dag. Ástæðan fyrir frestuninni er aukin útbreiðsla B117 afbrigðis kórónuveirunnar, oft nefnt enska afbrigðið, í landinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneyti landsins sendi frá sér í gærkvöldi. Samkvæmt nýju reglunum þá er það aðeins keppnisfólk sem má stunda skíðaíþróttir næstu vikurnar.

B117 afbrigðið er nú um 17,8% af öllum nýjum smitum á Ítalíu og í mörgum landshlutum fer smithlutfallið hækkandi.

Breskir vísindamenn hafa sagt að B117 afbrigðið sé allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Afbrigðið uppgötvaðist fyrst í suðurhluta Englands í árslok 2020.

Til viðbótar við seinkun opnunar skíðasvæðanna voru sóttvarnaaðgerðir hertar í Toscana, Liguria, Abruzzo og Trentino. Þar verða barir og veitingastaðir að hafa lokað og fólk má ekki fara heiman frá sér nema í neyðartilfellum. Þessar aðgerðir gilda næstu 15 daga. Svæðin eru nú á appelsínugulu svæði í flokkunarkerfi landsins. Stærsti hluti landsins er á gulu svæði og eru sóttvarnaaðgerðirnar ekki eins íþyngjandi á þeim svæðum. Þó er útgöngubann í gildi eftir klukkan 22.

93.500 dauðsföll, af völdum kórónuveirunnar, hafa verið skráð á Ítalíu frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Aðeins í Bretlandi hafa fleiri látist þegar tölur fyrir Evrópu eru skoðaðar. Rúmlega 2,7 milljónir Ítala hafa greinst með veiruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið