fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Fyrirsæta myrt á hrottalegan hátt – Sönnunargagnið var í buxnavasa hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 21:43

Rebecca Landrith. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur flutningabílstjóri hefur verið handtekinn, grunaður um morð og ósæmilega meðferð á líki. Það var fyrrum fyrirsæta sem hann er grunaður um að hafa myrt. Það var miði í buxnavasa hennar sem kom lögreglunni á spor flutningabílstjórans.

New York Post skýrir frá þessu. Konan hét Rebecca Landrith og var 47 ára.

Lík hennar fannst fyrir rúmri viku í vegkanti við hraðbraut í Pennsylvania. Hún hafði verið skotin 18 sinnum.

Í vasa hennar var miði sem leiddi lögregluna til Tracy Rollins sem er 28 ára gamall flutningabílstjóri. Hann var handtekinn þremur dögum eftir morðið og fundust blóðblettir í bíl hans en þá hafði hann reynt að fjarlægja með klór.

Miðinn í vasa Landrith var kvittun sem sýndi að hún hafði verið á sama stað og Rollins miðað við upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Einnig var nafn hans, símanúmer og tölvupóstfang á kvittuninni.

Lögreglan telur að Landrith hafi verið myrt nokkrum klukkustundum áður en lík hennar var skilið eftir við hraðbrautina. Lögreglan hefur ekki skýrt frá ástæðu morðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

71 árs Bandaríkjamaður handtekinn – Var með sjö tígrisdýr heima hjá sér

71 árs Bandaríkjamaður handtekinn – Var með sjö tígrisdýr heima hjá sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk nakinn um Disneyland

Gekk nakinn um Disneyland