Greame Souness sérfræðingur hjá Sky Sport og fyrrum leikmaður Liverpool og Glasgow Rangers fékk áhorfendur til þess að hneykslast þegar að hann kallaði Arsenal miðlungs klúbb.
Arsenal sem hefur aðeins tapað 2 af síðustu 10 leikjum sínum telst vera ágætis árangur miðað við hvernig liðið stóð sig fyrir jól en Souness virtist ekki skipta sér mikið af því og sagðist ekki pæla mikið í liðinu vegna stöðu þeirra í deildinni, „Ég pæli ekki mikið í þeim, þeir eru bara miðlings lið núna“ segir Souness um Arsenal.
Arsenal eru komnir í 10. sæti deildarinnar 8 stigum frá Evrópusæti en mikil umræða var um árangur liðsins fyrir jól en liðið hafði aldrei byrjað verr í sögu deildarinnar en á þessu tímabili.
🗣"I'm not sure as I don't pay a lot of attention to them"
Graeme Souness when asked to sum Arsenal's season up so far in the Premier League pic.twitter.com/bOeKgLNxP0
— Football Daily (@footballdaily) February 14, 2021