fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Morðið í Rauðagerði: Rannsókn málsins er í algjörum forgangi og könnuð eru tengsl við undirheima

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. febrúar 2021 20:06

Lögregla að störfum á vettvangi. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við DV í kvöld að ekki væri að vænta frekari tilkynninga frá lögreglu um morðið í Rauðagerði fyrr en í fyrsta lagi á morgun, mánudag. Hugsanlegt er að tilkynnt verði um nafn hins látna á morgun.

Fram kom í fréttum RÚV í kvöld að lögregla rannsaki nú hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimum. Samkvæmt vef Fréttablaðsins tengjast hinn myrti og maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna málsins áhrifamönnum í íslenskum undirheimum.

Fram kom í frétt RÚV í kvöld að sérsveitin hefði verið kölluð til aðstoðar í útkallið. Er lögregla kom á vettvang laust fyrir miðnætti í gærkvöld lá maðurinn í blóði sínu fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði. Hafði hann verið skotinn til bana. Athyglisvert er að nágrannar heyrðu enga skothvelli. DV hefur meðal annars rætt við mann sem býr í næsta húsi og varð hann fyrst var við þessa atburði eftir að lögregla kom á vettvang. Hvorki hann né aðrir á heimilinu heyrðu skothvelli. Gaf þessi maður skýrslu hjá lögreglu í dag.

Sjá einnig: Maður í næsta húsi við morðvettvanginn ræðir við DV

Samkvæmt frétt RÚV var lögregla við störf á vettvangi í alla nótt og fram yfir hádegi í dag. Var húsið afgirt. Notast var við dróna, hunda og málmleitartæki við rannsókn á vettvangi.

Hinn látni var á fertugsaldri og er frá Albaníu. DV hafði í dag samband við konu sem tengist manninum og er skráð til heimilis í húsinu. Hún vildi ekki tjá sig um málið.

Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna málsins er einnig erlendur og er á fertugsaldri.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð