Arsenal tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn endaði rétt í þessu.
Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir á 13. mínútu, Illan Meslier markmaður Leeds gerði sig sekan um klaufalegt brot í eigin í vítateig þegar að hann braut á Bukayo Saka og víti dæmt, Pierre-Emerick Aubameyang mætti á punktinn og bætti við öðru marki sínu. Hector Bellerin kom svo Arsenal í þriggja marka forystu með marki á 45. mínútu og staðan 3-0 í hálfleik.
Pierre-Emerick Aubameyang fullkomnaði svo þrennu sína með marki úr skalla eftir fallega sendingu frá Emile Smith Rowe á 47. mínútu en þetta er fyrsta þrenna leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni.
Leeds minnkaði munin á 58. mínútu eftir hörku skalla Pascal Struijk, Hélder Costa endurlífgaði vonir Leeds þegar að hann minnkaði muninn í 4-2 með marki á 69. mínútu en ekku urðu mörkin fleiri og lokatölur 4-2 fyrir Arsenal sem að fer upp í 10. sæti deildarinnar á kostnað Leeds sem að fer niður í það ellefta.