Real Madrid tók á móti Valencia á Estadio Alfredo Di Stéfano í spænsku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn endaði rétt í þessu.
Karim Benzema kom heimamönnum yfir á 12. mínútu það var svo Þjóðverjinn Toni Kroos sem bætti við seinna marki leiksins á 42. mínútu og því síðasta og lokatölur 2-0 fyrir Real Madrid sem að stekkur upp í annað sæti deildarinnar með 49 stig eftir 23 umferðir, Valencia hafa ekki verið sjálfum sér líkir en þeir sitja 12. sæti deildarinnar 3 stigum frá fallsæti.
Önnur úrslit úr spænska boltanum.
Getafe 0 – 1 Real Sociedad
0-1 Alexander Isak (’30)