Mohamed Salah leikmaður Liverpool hefur gefið stuðningsmönnum Liverpool loforð en það kom eftir tap Liverpool gegn Leicester í gær.
Liverpool er ekki lengur í titilbaráttunni ef eitthvað má marka orð Jurgen Klopp þjálfara Liverpool en liðið er 13 stigum á eftir toppliðið Manchester City.
Salah hefur nú lofað stuðningsmönnum þrátt fyrir að titillinn komi ekki aftur til bítlaborgarinnar á þessu tímabili að liðið muni engu að síður berjast eins og meistarar.
„Þetta hefur verið erfitt upp á síðkastið, en við erum ríkjandi meistarar og við lofum að spila eins og meistarar fram að endalokum, við ætlum ekki að leyfa niðurstöðunum síðustu leikja hafa áhrif á okkur, það er mitt loforð til ykkar allra“ segir Salah á Twitter síðu sinni.