Southampton tók á móti Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn kláraðist rétt í þessu.
Danny Ings kom Southampton yfir á 25. mínútu leiks með mögnuðu skoti, staðan var 1-0 fyrir Southampton í hálfleik.
Rúben Neves jafnaði svo metinn af vítapunktinum á 53. mínútu leiks og var það svo hinn efnilegi Pedro Neto sem að kom Wolves yfir eftir frábæran einleik í vítateig Southampton á 66. mínútu leiks og ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 1-2 fyrir Wolves sem að hefndi sín fyrir tapið gegn Southampton í FA bikarnum. Wolves stekkur upp í 12. sæti deildarinnar á kostnað Southampton.