Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar tóku á móti SC Heerenveen á AFAS Stadion í hollensku úrvalsdeildinni í dag.
Calvin Stengs kom AZ Alkmaar yfir á 20. mínútu leiks og var staðan 1-0 í hálfleik, Teun Koopmeiners kom svo heimamönnum í tveggja marka forysta af vítapunktinum á 47. mínútu.
Heerenveen klóraði í bakkann með marki frá Lasse Schöne á 54. mínútu en það var svo Albert Guðmundsson sem að gulltryggði sigur AZ Alkmaar þegar að hann kom liðinu í 3-1 með marki á 81. mínútu eftir stoðsendingu frá Calvin Stengs.
AZ Alkmaar situr í þriðja sæti deildarinnar 10 stigum á eftir toppliði Ajax.