Pep Guardiola þjálfari Manchester City hefur komið Jurgen Klopp og Liverpool til varnar en það gerði hann á blaðamannafundi fyrr í dag.
Jurgen Klopp þjálfari Liverpool lagði árar í bát varðandi titilinn á blaðamannafundi eftir tap liðsins gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær en liðið er nú þrettán stigum á eftir toppliði Manchester City.
„Auðvitað myndum við þurfa að tapa leikjum en engu að síður, engin spurning þeir geta enn þá unnið deildina, þeir hafa ekki verið jafn beittir fram á við upp á síðkastið en gæðin eru enn þá þarna“ segir Pep Guardiola um Liverpool.
Liverpool og Manchester City hafa slegist um titilinn síðastliðin ár og eftir 30 löng ár vann Liverpool deildina í fyrra en liðið hefur ekki verið að sýna sínar bestu hliðar á þessu tímabili.
💬 "Of course they can do it."
Pep Guardiola says Liverpool can still catch his Manchester City side in the title race, despite Jurgen Klopp conceding the title. pic.twitter.com/WJRGNlKOpK
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2021