Jamie Carragher sérfræðingur hjá Sky Sport og fyrrum leikmaður Liverpool samdi ljóð til stuðningsmanns Manchester United.
Ljóðið var svar við því að stuðningsmaður Manchester United skrifaði færslu á Twitter til að hæðast að slæmu gengi Liverpool. Liverpool sem hefur aðeins unnið 2 af síðustu 10 leikjum sínum hafa fengið talsverða gagnrýni fyrir slæma titilvörn á þessu tímabili.
Carragher sem lék allan sinn feril í Bítlaborginni ætlaði ekki að láta fara illa með sitt lið og svaraði fullum hálsi stuðningsmanni Manchester United, en þá er það spurningin hver fór með sigur af hólmi í ljóðakeppni Twitter.
Ljóðið er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Roses are red, violets are blue; Ole said United can’t challenge even when they’re in the top two.
No CL & just Thursday nights left, another season of feeling bereft #ValentinesDay https://t.co/qmoNKuSmnB— Jamie Carragher (@Carra23) February 14, 2021