Brighton tók á móti Aston Villa á The American Express Community Stadium í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk rétt í þessu.
Það var allt jafnt á suðurhluta Englands og skyldu liðin eftir 90 markalausar mínútur en Brighton var líklegri aðilinn en þeir hafa svo sannarlega komið á óvart upp á síðkastið og unnið lið á borð við Liverpool og Tottenham á síðustu vikum.
Aston Villa fer upp fyrir Tottenham í 7. sæti deildarinnar á markatölu með jafnteflinu og fer Brighton upp í 15. sæti á kostnað Burnley.