Manchester City vann góðann 3-0 sigur gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, Manchester City fékk vítaspyrnu á 23. mínútu leiks og var Ederson markmaður City tilbúinn að stíga í punktinn en hógvær Bernardo Silva kom í veg fyrir það.
Pep Guardiola þjálfari Manchester City sagði eftir viðureign Liverpool og City að Ederson væri besta vítaskytta liðsins og hver vissi nema að hann fengi að taka næsta víti fyrir liðið.
Lið Manchester City er á fljúgandi siglingu í ensku úrvalsdeildinni en ekki er hægt að segja það sama þegar að kemur að nýtingu víta en liðið hefur einungis skorað úr 57% víta sinna á tímabilinu, Rodri leikmaður Manchester City nýtti hins vegar tækifærið og skoraði úr spyrnu sinni en Ederson getur sætt sig við það að hafa lagt upp mark í leiknum en það gerði hann úr eigin vítateig.
Ederson was ready 😩😩😭😂😂 pic.twitter.com/xXXKnsFQsp
— 1-4 at Anfield (@JnrFrey) February 13, 2021