Arsene Wenger fyrrum þjálfari Arsenal á Englandi var ekki langt frá því að fá Jamie Vardy framherja Leicester til Arsenal á sínum tíma en þetta segir hann í samtali við Bein Sport.
„Hann er alltaf með hausinn í leiknum sama hvað og það eru þannig framherjar sem að skora á einhverjum tímapunkti sama hvað“ segir Wenger um Vardy. „Ég bauð honum mjög mikinn pening bætir Wenger við“.
Árið var 2016 og Leicester voru nýbúnir að koma öllum heiminum á óvart og vinna ensku úrvalsdeildina þegar að Wenger vildi fá Vardy til lið við Arsenal en Vichai Srivaddhanaprabha vildi alls ekki losa sig við leikmanninn.
„Þrátt fyrir það að hann myndi klúðra nokkrum færum þá myndi hann samt ekki láta það trufla sig það er það sem mér fannst svo sérstakt við hann, frábærir framherjar hreyfa sig líka í teignum á meðan aðrir standa kyrrir, Vardy er með þann eiginleika“ bætir Wenger við að lokum.
"I offered him a lot of money!"
More from Arsène Wenger on Jamie Vardy and just how close the Leicester City striker was to signing for Arsenal. #beINPL #LEILIV
Watch Now – https://t.co/RRmQgctETJ pic.twitter.com/920UAU0Vxp
— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) February 13, 2021