Erling Braut Haaland bjargaði stigi fyrir Borussia Dortmund þegar að hann skoraði jöfnunarmark á 81. mínútu gegn Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Flestir leikmenn fagna því að skora mark og hvað þá ef markið kemur seint í leiknum til þess að bjarga stigi en Erling Braut Haaland er svo sannarlega ekki eins og flestir en kappinn fór að slást við leikmenn Hoffenheim eftir að hafa gert jöfnunarmarkið.
Ástæða slagsmálana var sú að leikmenn Hoffenheim voru ósáttir að Dortmund hafi haldið leik áfram eftir að leikmaður þeirra lá í jörðinni en ekkert í reglum fótboltans segir að ekki megi halda leik áfram nema um höfuðmeiðsli sé að ræða.
Markið var númer 15 í deildinni hjá Haaland en hann er á óskalista margra stærstu liða heims en kappinn er falur fyrir rúmar 100 milljónir punda og verður spennandi að sjá hvað hann geri þegar að félagsskiptaglugginn opnar í sumar.
Fighting instead of celebrating after scoring the equaliser.
Bring me Haaland, @ChelseaFC. pic.twitter.com/oDJpCTfoFt
— LDN (@LDNFootbalI) February 13, 2021