Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, sagði að liðið sé ekki lengur í baráttunni um titilinn eftir tap þess gegn Leicester.
Liverpool situr nú í fjórða sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Manchester City sem á tvo leiki til góða getur tryggt sér 16 stiga forskot á Liverpool vinni þeir leiki sína.
Liverpool hefur ekki átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið og liðið hefur svo sannarlega ekki verið að sýna sömu takta og í fyrra. Klopp vonar nú að blaðamenn hætti að spyrja hvort Liverpool eigi enn séns á að vinna titilinn en spurningin hefur verið borin upp á hverjum blaðamannafundi frá því liðið missti toppsætið.
"Yes, I can't believe but yes"
Jurgen Klopp has just admitted the title race is over in an emotional press conference pic.twitter.com/Nhw85aG1VF— BenchWarmers (@BeWarmers) February 13, 2021