Steven Gerrard og lærisveinar hans hjá Glasgow Rangers virðast ekkert láta stoppa sig þessa dagana og er liðið með 18 stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar.
Rangers og Kilmarnock leika þessa stundina og skoraði Ryan Jack leikmaður Rangers magnað mark til þess að koma heimamönnum yfir, markið var svo sannarlega af Gerrard „style“, ætli gamli hafi rifið upp takkaskóna og sýnt leikmönnum Rangers hvernig ætti að gera þetta en Steven Gerrard skoraði ófá mörkin af löngu færi á sínum tíma.
Markið magnaða er hægt að sjá hér fyrir neðan.