fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Útvarpskona sökuð um að fitusmána Valdimar – „Vanvirðingin sem hún sýnir honum og ástkæru barnsmóður hans er þvílík!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 14:35

Samsett mynd. Valdimar og dagskrárgerðarfólk Zúúber. Mynd af Valdimar: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurlega hörð gagnrýni á útvarpsþáttinn Zúúber hefur brotist út á Facebook-síðu útvarpstöðvarinnar Bylgjunnar. Ummæli sem einn dagskrárgerðarmaður þáttarins, Sigga Lund, Sigríður Lund V Hermannsdóttir, lét falla um söngvarann Valdimar í þættinum á föstudag hafa farið mjög fyrir brjóstið á hlustendum, sérstaklega systur söngvarans, sem gerir alvarlegar athugasemdir við ummælin.

Þáttinn má hlýða á hér en ummælin eldfimu eru látin falla upp úr 1:15 á spilaranum. Raunar virðist Siggu hafa gengið þar til að vekja máls á fitufordómum með því að játa eigin fitufordóma sem hún varð vör við er hún las frétt um að unnusta Valdimars ætti von á barni. Aðrir stjórnendur þáttarins eru Gassi og Svali, og heyrist annar þeirra skjóta inn í tal Siggu spurningunni: „Á hann barnið?“ – Sigga segir:

„Mér finnst mjög leiðinlegt að nefna þetta. Ég held að margir hafi orðið varir við sína fitufordóma vegna þess að ég var það, þegar við lásum greinina um daginn um ákveðinn söngvara, sem á von á barni með kærustunni sinni. Mér finnst mjög leiðinlegt að tala um þetta en fyrsta hugsunin … nú bara viðurkenni ég það og mér finnst það mjög leiðinlegt, mér fannst mjög leiðinlegt að komast að þessu um sjálfa mig, en fyrsta hugsunin … út af því að hann er með aukakíló.“

Sigga var þá spurð hvað hún væri að finna að þessu. Hún sagðist ekki vera að því og að Valdimar væri „æði“. Svo sleppti hún hugsuninni: Hvernig náði Valdimar í þessa kona af því hann er með aukakíló? Meðstjórnendur þáttarins voru sammála um að þessi hugsun hefði vaknað hjá mörgum og væri til marks um útbeidda fitufordóma.

„Reiðin kraumar í mér“

Sem fyrr segir eru heitar umræður um þáttinn á Facebook-síðu Bylgjunnar undir færslu þar sem þættinum er deilt. Systir Valdimars, Sylvía Guðmundsdóttir, stígur þar fram og fordæmir ummæli Siggu Lund. Segir hún einnig að  Sigga hafi hringt í Valdimar í auglýsingahléi þáttarins og beðið hann um að tjá sig um málið í símaviðtali. Hafi hann afþakkað. Ummæli Sylvíu eru eftirfarandi:

„Ég á nú oftast auðvelt með að tjá mig en núna eru einu orðin sem koma upp í huga mèr blótsyrði og svívirðingar. Ég veit að slíkt er mér ekki til framdráttar og ætla èg því að reyna að hemja mig. Útvarpskonan Sigga Lund lét nokkur „vel valin“ orð falla í útvarpsþættinum Zúber á Bylgjunni í dag. Þar talar hún um hverjar hennar fyrstu hugsanir voru þegar hún sá frétt um að bróðir minn og kærastan hans ættu von á sínu fyrsta barni. Einnig gefur hún sér það að margir hafi hugsað það sama og frábiður sér að vera kaffærð fyrir orð sín. (Sem mér þætti þó réttast). Til að bæta gráu ofan á svart hringir hún í Valdimar í auglýsingahlénu og biður hann að koma í símaviðtal og tjá sig um málið, sem hann afþakkaði. Þessi kona beitti bróðir minn ofbeldi í beinni útsendingu. Vanvirðingin sem hún sýnir honum og ástkæru barnsmóður hans er þvílík! Aldrei hefði mér dottið í hug að þessi gleðitíðindi sem þau færðu okkur yrðu til þess að slík ummæli yrðu látin falla. Hvað þá í beinni útsendingu í útvarpinu. Þeir sem hafa áhuga á því að hlusta geta spólað inn í þáttinn fram að 1:15:20. Hún „þurfti ekki“ að nefna þetta! Reiðin kraumar í mér og èg vona svo heitt og innilega að hún þurfi að taka afleiðingum af þessu. Afleiðingum af því að hafa í sinni forréttindastöðu sem útvarpsstarfsmaður beitt bróðir minn ofbeldi og smánað hann og hans ástkæru í beinni útsendingu!“

Ekki náði í Siggu Lund við vinnslu fréttarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti