Undarlegt atvik átti sér stað þegar að U-18 lið Manchester United og Manchester City mættust í dag í úrvalsdeildinni.
Leikmaður Manchester City skoraði mark sem var talið af óíþróttamannslegri hegðun en leikmaður Manchester City kastaði boltanum til baka á leikmann United eftir að leikmaður meiddist á velli, leikmaður City nýtti sér aðstæður og tók boltann af leikmanni United og skoraði mark, markið var löglegt en talið ansi illa vegið og voru leikmenn Manchester City varir við það og leyfðu leikmanni Manchester United að labba með boltann í mark sitt fyrir vikið.
Ansi undarlegt atvik en hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.