Marcus Rashford leikmaður Manchester United talaði um hversu auðvelt það væri fyrir samfélagsmiðla að eyða aðgöngum einstaklinga sem að tala niðrandi til annarra eða eru með kynþáttafordóma á samfélagsmiðlum í samtali við Sky Sport á dögunum.
Margir leikmenn, sérfræðingar og jafnvel dómarar hafa orðið illa fyrir fordómum og hótunum á samfélgasmiðlum upp á síðkastið en þeir Marcus Rashford, Wilfred Zaha, Axel Tuanzebe, Ian Wright og Mike Dean hafa lent hvað verst í netverjum á þessu tímabili.
Beðið hefur verið um að fyrirtæki á borð við Facebook og Twitter setji „filter“ í algrím sitt sem að myndi koma í veg fyrir að fólk geti skrifað niðrandi ummæli á Internetinu, Fréttamiðillinn Daily Mail fylgdi eftir og spurðist til um hvort að svona „filter“ gæti virkað og hvort að það væri eitthvað sem að mætti vænta á næstunni, Twitter svaraði að svona „filter“ myndi koma í veg fyrir tjáningarfrelsi notenda sinna og væri ósanngjarnt. Facebook er líklegast með svipað kerfi og sömu forsendur en netrisinn neitaði að svara fyrir sig.