Um hálfþrjúleytið í nótt varð jarðskjálfti af stærðinni 4,2 í austanverðri Bárðarbunguöskjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Nokkrir minni eftirskjálftar hafa mælst en enginn gosórói greindist í kjölfarið.
Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst síðan 27. september 2020 en sá var 4,8 að stærð.