Wilfred Zaha leikmaður Crystal Palace er kominn með nóg af því að krjúpa og klæðast Black Lives Matter treyjum í hverri viku og fer svo langt að kalla það niðrandi.
Leikmaðurinn hefur áður opnað sig um kynþáttafordóma sem hann hefur orðið fyrir en en úr hefur orðið lögreglumál og var 12 ára drengur handtekinn fyrir vikið.
Zaha er ekki sá fyrsti til þess að opna sig um fordómana og það að vilja ekki krjúpa fyrir málstaðinn en Lyle Taylor framherji Nottingham Forest tjáði sig um málið í byrjun árs og telur þetta ekkert nema pólitískan réttrúnað sjónvarpsstöðvanna.
Woke up to this today. pic.twitter.com/Zal0F96htJ
— Wilfried Zaha (@wilfriedzaha) July 12, 2020
„Það að krjúpa á hné í hverri viku og klæðast merki Black Lives Matter er þýðingarlaust ef ekkert er gert í málinu, ég ætla ekki að taka þátt í þessu ef að ekkert á að gera í þessu, það verða leikmenn fyrir fordómum í hverri viku fyrir húðlit sinn, þetta er bara blekking og komið langt fram yfir einhverja meiningu ef að ekkert er gert í málinu, eiginlega bara niðrandi og þetta verður að breytast og það strax“ segir Wilfred Zaha um málið.