Evrópusambandið og Pfizer hafa gert samning um kaup á 200 milljónum fleiri skammta af bóluefni en áður var um samið. Þá var einnig samið um kauprétt á 100 milljón skömmtum til viðbótar.
RÚV greinir frá þessu en í frétt þeirra kemur fram að Íslendingar muni njóta góðs af þessum auka skömmtum. Samningurinn gæti þýtt að hátt í 30 þúsund fleiri Íslendingar fái bóluefni frá Pfizer á næsta ársfjórðungi.
Skiptingin á bóluefninu sem Evrópusambandið fær er skýr og mun Ísland, samkvæmt RÚV, fá 57 þúsund skammta á næsta ársfjórðungi. Þá segir einnig að Ísland muni allt í allt fá 340 þúsund fleiri skammta umfram það sem áður hafði verið búist við. Það ætti að duga til að bólusetja 170 þúsund Íslendinga.