Ismaila Sarr var ansi nálægt því að ganga í raðir Liverpool síðasta sumar ef marka má umboðsmann hans. Umboðsmaðurinn segir að allt hafi verið klappað og klárt.
Thierno Seydi umboðsmaður Sarr segir að hann hafi verið búinn að klára samninga um kaup og kjör við Liverpool.
Þegar Liverpool fór svo að ræða við Watford um kaupverið þá hafi Liverpool ekki átt þá fjármuni sem til þurfti, Watford vildi um 35 milljónir punda fyrir Sarr.
„Við vorum að fara að skrifa undir, það var allt klárt. Laun hans og lengd samning. Ég bað Sadio Mane að finna íbúð fyrir hann,“ sagði Thierno Seydi.
„En á endanum kom það í ljós að Liverpool gat ekki borgað 35 milljónir punda.“
Sarr er 22 ára kraftmikill kantmaður en hann og Sadio Mane eru miklir vinir enda liðsfélagar í landsliði Senegal.