Björgólfur Jóhannson hefur látið af störfum sem forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Samherja. Hann tók við starfinu í nóvember 2019 eftir umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu en í kjölfar þess þá steig Þorsteinn Már Baldvinsson til hliðar. Björgólfur gengdi starfinu einn þangað til í mars 2020 þegar Þorsteinn Már kom aftur til starfa og voru þeir saman forstjórar þá. Nú er Þorsteinn hins vegar aftur einn forstjóri fyrirtækisins.
Í tilkynningunni kemur einnig fram að ásakanir á hendur Samherja séu komnar fyrir dómstóla.
„Þar gefst loks tækifæri til hreinsa nöfn þeirra sem ranglega eru sakaðir, ekki með brotakenndum frásögnum í fjölmiðlum, heldur með kerfisbundnum, réttum og lögmætum hætti,“ skrifar Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, í tilkynningunni.
Björgólfur hefur verið kjörinn formaður hlítingarnefndar Samherja en sú nefnd hefur yfirumsjón með regluvörslu og stjórnarháttum innan samstæðu Samherja.