James Justin bakvörður Leicester verður ekki með næstu mánuðina eftir að hafa líklega slitið krossband, atvikið átti sér stað í sigri á Brighton í vikunni.
Justin sem hefur verið hreint frábær á þessu tímabili meiddist í bikarleiknum. „Hann fór í myndatöku og þetta virðist vera slitið krossband. Þetta er mikið áfall,“ sagði Brendan Rodgers stjóri Leicester.
Justin hefur verið frábær í bakverðinum hjá Leicester í vetur og eignað sér fast sæti í byrjunarliði Rodgers.
„Hann hefur verið magnaður fyrir okkur, hann getur spilað nokkrar stöður og gefur þér alltaf að minnsta kosti 8 af 10 í einkunn.“
„Hann er sterkur andlega og líkamlega, það gerir hann að frábærum leikmanni. Þetta gerir hann sterkari. Hann var langt niðri í fær. Hann hefur spilað nánast alla leiki.“