Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem greint er frá því að almannavarnastig vegna Covid-19 hafi verið fært úr neyðarstigi í hættustig.
Þessi breyting hefur ekki áhrif á þær sóttvarnarráðstafanir sem í gildi eru og hefur því ekki í för með sér breytingar gagnvart almenningi.