Samkvæmt fréttum á Englandi í dag eru líkur á því að allt að sex leikmenn yfirgefi Liverpool í sumar. The Athletic og ensk götublöð segja frá.
Þar segir að Xerdan Shaqiri verði líklega til sölu en lengi hefur verið talað um að hann fari frá Liverpool.
Allar líkur eru á því að Georgino Wijnaldum fari frítt frá félaginu. The Athletic segir að Liverpool sé tilbúið að skoða tilboð í Alex-Oxlade Chamberlain í sumar, hann er oftar en ekki meiddur.
Þá má mákvörðurinn Adrian finna sér nýtt lið samkvæmt fréttum en hann er þriðji kostur liðsins í dag.
Divock Origi verður til sölu en hann hefur lítið gert fyrir liðið síðast árið. Þá segir Athletic að Liverpool sé til í að selja Naby Keita, miðjumaðurinn hefur á rúmum tveimur árum gert lítið.
Liverpool borgaði rúmar 50 milljónir punda fyrir Keita sem hefur ekki fundið taktinn eftir komu sína frá RB Leipzig.