Manchester United er farið að setja kraft í leit sína að nýjum miðverði ef marka má frétt ESPN um málið í dag. Þar segir að Ole Gunnar Solskjær horfi í það að kaupa miðvörð í sumar.
Sagt er að Solskjær setji það í forgang að United kaupi miðvörð, hann telur það lykilatriði til að koma United aftur á toppinn.
Ætla má að Solskjær leiti að manni til að spila með fyrirliða sínum, Harry Maguire. Fimm nöfn eru sögð vera á blaði Solskjær.
Raphael Varane varnarmaður Real Madrid er einn af þeim samkvæmt ESPN, erfiðlega hefur gengið hjá honum að ná saman við Real Madrid um að framlengja samning sinn.
Jules Kounda varnarmaður Sevilla er einnig á blaði Solskjær og Dayot Upamecano hjá Leipzig ef marka má ESPN.
Þá er Solskjær einnig sagður skoða það að fá Tyrone Mings frá Aston Villa og David Carmo hjá Braga eru einnig sagðir á blaði fyrir sumarið.