Það hefur mikið verið um meiðsli hjá leikmönnum Liverpool og það ætlar að halda áfram, Jurgen Klopp stjóri Liverpool greindi frá því í dag að Fabinho yrði ekki leikfær gegn Leicester á morgun.
Fabinho hefur verið öflugasti varnarmaður Liverpool í vetur í fjarveru Virgil Van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip.
Fabinho er lítilega meiddur aftan í læri og hefur ekki getað tekið þátt í æfingum liðsins síðustu daga. Líklegt er talið að Ozan Kabak spili sinn fyrsta leik á morgun.
Kabak kom á láni frá Schalke á lokadegi félagaskiptagluggans og er ansi líklegt að hann og Jordan Henderson verði í hjarta varnarinnar gegn Leicester.
Stutt er í að Naby Keita snúi aftur inn á völlinn en Jurgen Klopp sagði að tvær til þrjár vikur væru í Diogo Jota sem hefur ekki spilað síðan í desember.