Smitin fjögur sem greindust innanlands í gær tengjast landamærasmiti og eru allir smitaðir úr sömu fjölskyldu en fjölskyldan var í sóttkví. Mbl.is greinir frá.
Ekki er komið á hreint af hvaða afbrigði smitin eru og því ekki útilokað að um sé að ræða meira smitandi afbrigði eins og greinst hefur í Bretlandi og Suður-Afríku.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að veikleikar sóttvarnakerfisins séu í landamærunum og að hann hafi lagt til breytingar á þeim reglum. Ekki fari allir eftir reglum í sóttkví og því hætta að smita aðra á heimilinu eða annars staðar.