fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Föstudagsnaslið – Tekur enga stund

Una í eldhúsinu
Föstudaginn 12. febrúar 2021 19:00

Mynd: Una Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir sælkeri DV er hér með klassíska og skothelda uppskrift fyrir helgina.  „Ekta föstudagsmatur eða fullkomið helgarnasl.“

Nachos-flögur
2 stk. tómatar
1 stk. blaðlaukur
¼ rauðlaukur
½ dós gular baunir
½ dós svartar baunir
Rifinn ostur
5-10 stk. jalapeno
Ferskt kóríander ef vill

Byrjið á að stilla ofninn á 180 gráður. Setjið helminginn af nachosflögunum í eldfast form, ost yfir, endurtakið tvisvar sinnum og endið á að setja smá ost á toppinn.
Saxið niður smátt tómata, rauðlauk og blaðlauk og setjið yfir flögurnar.

Sigtið vatnið frá gulu baununum og stráið þeim yfir. Sigtið vatnið af svörtu baununum og skolið þær áður en þeim er stráð yfir nachos-flögurnar, setjið svo rifinn ost yfir allt saman, jalapeno er stráð yfir ostinn.

Setjið í ofn í um 15 mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna. Setjið eina góða klípu af sýrðum rjóma í miðjuna á nachosinu, berið fram með salsasósu,  guacamole eða hvaða sósu sem ykkur langar að dýfa flögunum í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana