fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Benedikt vonaðist eftir náttúruhamförum árið 2020 – „Gott að skulda lítið“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 11:30

Benedikt Jóhannesson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, fyrrum fjármálaráðherra, birti pistil í Morgunblaðinu í dag þar sem hann titlar „Meiri útgjöld, minni skatta“ og talar um tíð sína sem þingmaður og fjármálaráðherra.

Benedikt fer yfir þrjár afstöður þingmanna til fjármála ríkisins. Sá fyrsti er Skattalækkarinsem hann lýsir svona:

„Skatta­lækk­ar­inn tal­ar sí­fellt um að lækka skatta (kall­ar þá stund­um álög­ur , sem er ágætt út frá áróðurs­gildi). Ég finn vissa sam­kennd með hon­um, því að ég er þeirr­ar skoðunar að sam­neyslu eigi að stilla í hóf. En það vant­ar alltaf seinni hlut­ann í jöfn­una: Hvaða út­gjöld á að minnka á móti? Skatta­lækk­an­ir eru til vin­sælda falln­ar, en aðhald er orð sem vek­ur ótta stórs hluta stjórn­mála­manna.“

Næstur á lista er Spreðarinn en Benedikt hefur ekki miklar mætur á spreðaranum miðað við orð hans:

„Spreðar­inn hef­ur eina lausn á öll­um vanda: Setj­um meiri pen­inga í mála­flokk­inn. Ég hef ekki tölu á öll­um þeim ræðum þar sem stjórn­mála­menn hafa barið sér á brjóst og hneyksl­ast á stjórn­völd­um fyr­ir að setja ekki meiri pen­inga til: a) Mennta­mála. b) Al­manna­trygg­inga. c) Sam­göngu­mála. d) Ein­hverra annarra mála sem eru þeim hug­leik­in núna. Stund­um þarf auðvitað meiri pen­inga til ein­hvers, en spreðar­inn tal­ar ekki um verk­efn­in held­ur mála­flokk­inn. Rök­rétt væri að skil­greina vand­ann, hvernig mætti leysa hann, hvað lausn­in kostaði og hvernig afla ætti fjár til verks­ins. En það er miklu ein­fald­ara að segj­ast vilja meiri pen­inga, þá þarf ekki að setja sig neitt inn í mál­in.“

Seinastur á lista er Farþeginn en samkvæmt Benedikt hefur hann engan sérstakan áhuga á fjármálum og lætur aðra sjá um þá.

Benedikt segir frá því þegar hann vildi draga úr útgjöldum hins opinbera um 100 milljónir á fimm árum. Hann setti þá stefnu fram sem fjármálaráðherra en það voru ekki margir sáttir með þetta útspil Benedikts. Honum var líkt við Síleskan stjórnmálamann sem hafði sett upp varúðarsjóð.

„Hann neitaði að eyða skjót­fengn­um gróða í skyndium­bæt­ur og varð óvin­sæl­asti stjórn­mála­maður lands­ins. En þegar flóðbylgja skall á og jarðskjálfti skók landið, kom Andrés með sinn sjóð sem var orðinn 30% af VLF. Hann varð þegar í stað hvers manns hug­ljúfi og atkvæðasegull. Ég sagðist þá bara verða að bíða ró­leg­ur og von­ast eft­ir nátt­úru­ham­förum árið 2020, á síðasta ári stjórn­ar­inn­ar. Svo fór að rík­is­stjórn­in ent­ist ekki svo lengi og ég hvarf af sviðinu. Svo kom heims­far­ald­ur 2020 og þá var gott að skulda lítið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum