Klukkan tæplega hálf sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í hverfi 108. Ökumaður keyrði á kyrrstæðan bíl á bílastæði við vínbúðina og flúði vettvang. Hann stoppaði þó í vínbúðinni og verslaði þar. Þetta kom fram í dagbók lögreglu. Lögreglan stoppaði manninn stuttu síðar og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.
Rétt rúmlega klukkan 18 í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning frá ökumanni sem hafði keyrt á ljósastaur. HS veitur mættu á slysstað vegna ljósastaursins og slökkviliðið vegna olíuleka. Farþegi bifreiðarinnar kvartaði yfir eimslum í fæti.