Enginn einstaklingur hefur borgað meira í skatta og gjöld á Spáni síðustu fjögur ár en Lionel Messi, gögn um þetta hafa lekið út til fjölmiðla á Spáni.
Þar kemur fram að Messi hafi greitt 324 milljónir punda í skatta á þessum tíma, ótrúlega tölur. Messi hefur yfir fjögur ár greitt tæpa 57 milljarða í skatta.
Samningur sem Messi gerði við Barcelona árið 2017 lak í fjölmiðla þar í landi. Þar kemur fram að Messi geti þénað 555 milljónir evra á fjórum árum með öllum bónusum sem í boði eru, ljóst er að hann nær ekki þeirri upphæð.
Hins vegar er öruggt að Messi fær 138 milljónir evra í laun á hverju tímabili, hann fékk 115 milljónir evra í sinn vasa þegar hann skrifaði undir og 77 milljónir evra fær hann í bónusgreiðslur á árunum fjórum fyrir að vera hliðhollur félaginu.
Það er hins vegar öruggt að Messi fær meira en 51 milljarð íslenskra króna á árunum fjórum, hann er ekki sáttur með að tölurnar hafi lekið í blöðin.