Pierre-Emile Hojberg miðjumaður Tottenham er ævinlega þakklátur Pep Guardiola en þeir störfuðu saman hjá FC Bayern. Hojberg var 18 ára gamall þegar hann lék undir stjórn Guardiola en faðir hans greindist þetta sama ári með krabbamein.
Árið 2013 var Hojberg farinn að fá tækifæri hjá Guardiola en faðir hans greindist með krabbamein. Guardiola fékk skilaboð um það og kallaði Hojberg á fund.
„Guardiola kallaði mig á fund og sagðist hafa heyrt af veikindum pabba, við ræddum þessi mál,“ sagði Hojberg.
Hojberg og Guardiola takast á um helgina þegar Tottenham og Manchester City eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
„Ég byrjaði að gráta þarna þegar við ræddum saman, ég lifði í óvissu og var hræddur. Hann sagði mér að ég ætti alltaf að hugsa um þá standa sem mér næst, vinnan ætti að vera í öðru sæti á svona tímum.“
„Hann sagðist alltaf vera til staðar og síðan fór hann að gráta. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja.“
Uli Hoeness forseti Bayern sá til þess að faðir Hojberg yrði flogið til Þýskalands og þar fékk hann bestu mögulegu meðferð. Það dugði ekki til því faðir hans féll frá ári síðar.
„Það er erfitt að syrgja, þú stendur einn. Ég er 18 ára þarna og þetta áfall lifir alltaf með mér.“