fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Breskir tölvusérfræðingar blekktu liðsmenn Íslamska ríkisins upp úr skónum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 20:30

Liðskonur Íslamska ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan hersveitir Bandamanna börðust við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið á jörðu niðri og í lofti í Írak og Sýrlandi háðu þær einnig öðruvísi stríð við gegn hryðjuverkasamtökunum. Það stríð fór fram í netheimum.

Sky News birti um helgina hlaðvarp þar sem Patrick Sanders, hershöfðingi og Jeremy Fleming, yfirmaður GCHQ, sem er stærsta breska leyniþjónustan, afhjúpuðu hvað gekk á bak við tjöldin og hvernig tókst að blekkja og rugla liðsmenn hryðjuverkasamtakanna.

Samtökin voru leiðandi í notkun lítilla dróna sem voru búnir sprengjum. Í hlaðvarpinu sagði Fleming hvernig tölvusérfræðingum tókst með aðstoð sérsveitarmanna í Sýrlandi að trufla tilraunir samtakanna til að nota drónana. Þeim tókst að stýra hvert þeim var flogið eða sjá til þess að þeir kæmust ekki á loft.

Bretar hökkuðu sig einnig inn í farsíma yfirmanna samtakanna og tölvur þeirra en þennan búnað notuðu þeir til að samhæfa aðgerðir sínar gegn herafla Bandamanna. Með þessu tókst Bretum að koma í veg fyrir að yfirmennirnir gætu sent fyrirmæli til hermanna sinna eða sáu til þess að þeir fengu röng skilaboð og fyrirmæli. Þeir fengu til dæmis fjölda hermanna til að fara í ranga átt og sendu þá beint í flasið á hermönnum Bandamanna eða beint í dauðann.

Í öðrum tilfellum tókst að loka algjörlega á samskipti yfirmanna við hermenn og varð það stundum til þess að þeim fannst þeir vera yfirgefnir og einangraðir og gáfust því upp, lögðu niður vopn og yfirgáfu vígvöllinn.

Stórum hluta af þessum nethernaði var stýrt frá höfuðstöðvum GCHQ í Cheltenham í Englandi. Að auki var unnið við að eyða áróðri frá samtökunum af samfélagsmiðlum og öðrum stöðum á netinu.

Í samstarfi við bandarískar leyniþjónustustofnanir hökkuðu Bretar sig inn á netþjóna víða um heim og komu spilliforritum fyrir í þeim til að fylgjast með því sem fór um þá eða jafnvel til að eyðileggja þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist